Sport

Chuck Norris elskar Tim Tebow

Chuck Norris og Tim Tebow.
Chuck Norris og Tim Tebow.

Goðsögnin Chuck Norris er mikill NFL-aðdáandi. Svo mikill að hann hefur skrifað gríðarlangan pistil til varnar Tim Tebow sem hann hreinlega elskar.

Norris, sem er goðsagnakennd kvikmyndastjarna og bardagamaður, er gríðarlega hrifinn af Tebow og hefur fulla trú á því að hann hafi það sem til þarf að vera alvöru stjarna í NFL-deildinni.

Ekki allir sjá það í Tebow þó svo hann hafi slegið í gegn hjá Denver. NY Jets þorði ekki að hefa honum almennilegt tækifæri í fyrra og hann er núna án félags.

"Ég hef heyrt gagnrýnendur segja að Tebow sé ekki nógu góður tæknilega. Sannleikurinn er samt sá að hann er fæddur leiðtogi með endalaust af hæfileikum. Hann blæs líka félögum sínum baráttu í brjóst. Þessi maður kann að vinna þó svo allt sé á móti honum," segir Norris meðal annars í löngum pistli sínum sem hann kallar: "The Ultimate Clutch Player".

"Það er hægt að bæta tækni sína en menn fæðast sem leiðtogar. Þess vegna trúi ég því að Tebow geti orðið stórstjarna og goðsögn í NFL-deildinni."

Lesa má pistil Norris í heild sinni hér.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×