Enski boltinn

Fimm titlar á fimm árum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferran Soriano, til vinstri, með stjórnarformanni City.
Ferran Soriano, til vinstri, með stjórnarformanni City. Nordic Photos / Getty Images

Forráðamenn Manchester City ætlar sér að vinna fimm titla á næstu fimm árum. Þetta segir framkvæmdarstjórinn Ferran Soriano við enska miðla.

Talið er fullvíst að Manuel Pellegrini verði næsti stjóri liðsins eftir að Roberto Mancini var rekinn á dögunum. Undir hans stjórn varð City í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst einnig í úrslit bikarsins, þar sem liðið tapaði fyrir Wigan.

„Ég er sannfærður um það að þetta muni ganga betur á næsta tímabili,“ sagði Soriano.

„Þar með sagt er ekki víst að við vinnum einn eða tvo titla um leið en við erum að líta á heildarmyndina. Við erum að horfa lengra fram í tímann og við viljum vinna fimm titla á næstu fimm árum.“

„Það gæti þýtt tvo titla eitt árið en engan það næsta. En að meðaltali vil ég vinna einn titil á ári - það er að segja ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina eða bikarinn.“

„Það væri til dæmis í góðu lagi að komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á næsta tímabili, auk þess að lenda í öðru sæti deildarinnar og tapa úrslitleik bikarsins aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×