Enski boltinn

Sonur Brendan Rodgers sýknaður af ákæru um kynferðisárás

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. Nordic Photos / Getty Images

Þrír leikmenn Brighton og einn fyrrverandi liðsfélagi þeirra hafa verið sýknaðir af ákæru um kynferðisárás á hótelherbergi.

Þetta eru þeir Anton Rodgers, Lewis Dunk, George Barker og Steve Cook en sá síðastnefndi leikur í dag með Bournemouth.

Anton Rodgers er sonur Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool, sem var viðstaddur réttarhöldin. Það var reyndar tilkynnt í vikunni að Anton yrði leystur undan samningi sínum í sumar.

Fjórmenningarnir höfðu ávallt haldið fram sakleysi sínu en þetta er í annað sinn sem réttað var í málinu. Í fyrra skiptið gat kviðdómur ekki komist að niðurstöðu.

Brighton sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem niðurstöðunni var fagnað. „Þetta var erfitt tímabil fyrir alla sem áttu í hlut. Við treystum því að leikmennirnir og fjölskyldur þeirra fái næði frá fjölmiðlum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×