Fótbolti

Falcao fer líklega til Monaco

Stefán Árni Pálsson skrifar
Radamel Falcao fagnar hér með liði sínu
Radamel Falcao fagnar hér með liði sínu Mynd / Getty Images

Það lítur allt út fyrir það að Radamel Falcao muni skrifa undir hjá franska liðinu Monaco á morgun en félagið mun líklega kaupa leikmanninn á 60 milljónir evra frá Atletico Madrid.

Falcao hefur verið iðinn við kolann fyrir framan markið á síðastliðnu tímabili og öll stærstu liðin í Evrópu hafa verið á eftir honum.

Monaco virðist ætla vera liðið sem nær í þennan frábæra framherja en leikmaðurinn mun fá um 12 milljónir evra í árslaun og það í raun skattfrjálst.

Nú rétt fyrir helgi fjárfesti Monaco í Joao Moutinho og James Rodriguez og ætlar félagið sér greinilega stóra hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×