Enski boltinn

Moyes og Rooney munu ræða saman á næstu dögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney
Rooney Mynd. / Getty Images

Framtíð Wayne Rooney hjá Manchester United hefur verið óljós undanfarnar vikur og er leikmaðurinn mögulega á leiðinni frá liðinu en hann hefur verið orðaður við flest stórlið í Evrópu að undanförnu.

David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, mun á allra næstu dögum setjast niður með Rooney og ræða framtíð hans.

Moyes mun vilja halda í þennan magnaða framherja og ætlar gera allt til þess að svo verði.

David Moyes var við stjórnvölin hjá Everton þegar Rooney skaust fyrst upp á sjónvarsviðið en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá þeim bláklæddu áður en hann fór yfir til United.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá Rooney en lið á borð við PSG, Arsenal og Chelsea hafa sýnt honum mikinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×