Enski boltinn

Moyes ætlar að klófesta Modric

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luka Modric í leik með Real Madrid
Luka Modric í leik með Real Madrid Mynd. / Getty Images

Luka Modric, leikmaður Real Madrid, mun vera ofarlega á óskarlista David Moyes, nýráðnum knattspyrnustjóra Manchester United, og ætlar Skotinn að leggja mikla áherslu á að klófesta þennan snjalla miðjumann frá Spáni.

Sögusagnir hafa verið í breskum fjölmiðlum að Moyes sé að undanbúa 24 milljóna punda tilboð í Modric. Alex Ferguson, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, reyndi hvað eftir annað að fá leikmanninn til liðsins án árangurs en nú er komið að arftaka hans að reyna við Króatann.

Modric yfirgaf Tottenham fyrir tímabilið og gekk í raðir Real Madrid en hann fékk ekki eins mörg tækifæri í byrjunarliðinu og búist var við og því líklegt að leikmaðurinn vilji fara frá spænska stórveldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×