Enski boltinn

Rándýr úrslitaleikur á Wembley

Gianfranco Zola og Ian Holloway.
Gianfranco Zola og Ian Holloway.

Verðmætasti leikurinn í fótboltaheiminum fer fram klukkan 14.00 í dag en þá mætast Crystal Palace og Watford í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Talið er að liðið sem vinni leikinn og komist upp græði um 120 milljónir punda. Það er því ansi mikil pressa á báðum liðum fyrir leikinn.

"Ef okkur tekst að afreka það að komast upp þá getur allt breyst hjá félaginu. Við gætum fengið nýjan heimavöll til að mynda," sagði Ian Holloway, stjóri Palace, en hann er á leiðinni í sinn þriðja úrslitaleik á fjórum árum.

Holloway þarf að glíma við Ítalanna Gianfranco Zola en hann hefur gert frábæra hluti með lið Watford sem er talið sigurstranglegra fyrir leikinn.

"Ef leikmenn mínir njóta ekki þessa leiks þá eru þeir klikkaðir. Við erum búnir að vinna að þessu í allan vetur og ég vil ekki setja of mikla pressu á leikmenn í þessum kringumstæðum," sagði Zola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×