Fótbolti

Monaco vill fá Ivanovic

Ivanovic tryggði Chelsea sigur í Evrópudeildinni. Hann fagnar hér titlinum á eftirminnilegan hátt.
Ivanovic tryggði Chelsea sigur í Evrópudeildinni. Hann fagnar hér titlinum á eftirminnilegan hátt.

Franska félagið Monaco eyðir peningum þessa dagana eins og þeir séu að detta úr tísku. Það er nóg til hjá Rússanum Dmitry Rybolovlev og hann ætlar að sjá til þess að Monaco komist aftur í fremstu röð.

Monaco komst upp úr B-deildinni í vetur og ætlar að láta til sín taka í efstu deild næsta vetur.

Liðið er þegar búið að kaupa Joao Moutinho og James Rodriguez frá Porto og svo er Radamel Falcao líklega einnig á leið til félagsins. Þessir þrír leikmenn kosta félagið litlar 120 milljónir punda. Falcao dýrastur á rúmar 50.

Nú berast tíðindi af því að félagið vilji einnig fá Branislav Ivanovic frá Chelsea. Monaco vildi fá Vincent Kompany frá Man. City en hafði ekki erindi sem erfiði. Félagið hefur því snuið sér að Ivanovic.

Talið er að Monaco ætli að bjóða Chelsea 25 milljónir punda fyrir Serbann sterka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×