Skatturinn á eftir íþróttafélögum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2013 12:30 Úr viðureign Þróttar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Anton Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta.
Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira