Enski boltinn

Rodwell ætlar að slá í gegn hjá City

Jack Rodwell.
Jack Rodwell.

Þegar Jack Rodwell ákvað að semja við Man. City sögðu margir að hann væri að drepa ferilinn sinn. Það reyndist að mörgu leyti rétt því hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliði City í vetur.

Reyndar var leikmaðurinn ungi nokkuð óheppinn með meiðsli í vetur. Hann lauk þó tímabilinu með tveimur mörkum.

Rodwell ætlar sér stóra hluti hjá City næsta vetur og hann segist vera spenntur fyrir þeim áskorunum sem bíða hans.

"Ég þarf að sanna margt fyrir stuðningsmönnum City enda hafa þeir ekki séð það besta frá mér. Ég hlakka til að sýna þeim hvað ég get," sagði Rodwell ákveðinn.

Hann er að fara að gifta sig en ætlar engu að síður að æfa vel.

"Ég stefni á að vakna á undan konunni í brúðkaupsferðinni og taka æfingu. Svo get ég notið dagsins með henni. Það verður ekkert slakað á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×