Fótbolti

Rekinn af velli í fyrsta leik sínum með PSG

Le Crom við hlið Beckham á bekknum.
Le Crom við hlið Beckham á bekknum.

Hinn 38 ára gamli markvörður, Ronan le Crom, uppfyllti langþráðan draum um helgina er hann spilaði fyrir PSG. Sá draumur breyttist fljótt í martröð.

Le Crom kom af bekknum í hálfleik en eftir að hafa verið inn á vellinum í aðeins 21 mínútu var Le Crom vísað af velli.

Hann braut þá á sóknarmanni Lorient. Víti dæmt og Le Crom fékk að líta rauða spjaldið. Hann gekk tárvotur af velli.

Miðvörðurinn Mamadou Sakho fór í markið en náði ekki að verja vítið. Hann fékk þó ekki fleiri mörk á sig og PSG vann leikinn 3-1.

PSG varð meistari með miklum yfirburðum í Frakklandi en tólf stig voru í næsta lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×