Enski boltinn

Phil Neville snýr aftur á Old Trafford

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty

David Moyes, nýr stjóri Manchester United, ætlar að taka með sér fjóra menn frá Everton í þjálfarateymi sitt á Old Trafford.

Phil Neville er einn þeirra fjögurra sem Guardian hefur heimildir fyrir að verði kynntir til sögunnar í teymi Moyes. Auk Neville fylgja Steve Round, Robbie Cooke og markmannsþjálfarinn Chris Woods Moyes til Manchester.

Talið er að Neville muni taka við Rene Meulensteen sem aðalliðsþjálfari. Mike Phelan, markmannsþjálfarinn Eric Steele og Martin Ferguson, yfirnjósnari, eru allir horfnir á braut úr teymi Sir Alex Ferguson. Wood tekur við af Stelle og reiknað er með því að Cooke, sem gengdi yfirnjósnarastöðu hjá Everton, taki við stöðu Martin Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×