Fótbolti

Neymar búinn að semja við Barcelona

Neymar eftir undirskriftina sem fór fram í Rio de Janeiro.
Neymar eftir undirskriftina sem fór fram í Rio de Janeiro.

Brasilíumaðurinn Neymar er búinn að skrifa undir samning við Barcelona og þar með er endanlega orðið ljóst að hann leikur með félaginu næsta vetur.

Það eru tveir dagar síðan hann gaf það út að hann ætlaði að semja við Barcelona frekar en Real Madrid. Það er samt aldrei neitt öruggt fyrr en menn skrifa undir.

Neymar skrifaði undir fimm ára samning við Börsunga en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er það í kringum 30 milljónir evra.

Neymar kvaddi stuðningsmenn Santos um helgina og það var greinilegt að honum fannst það ekki auðvelt enda felldi hann tár fyrir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×