Enski boltinn

Með byssu í garðinum heima hjá sér

Bassong með byssuna.
Bassong með byssuna.

Sebastien Bassong, leikmaður Norwich, er í fréttunum í dag eftir að hann birti myndir af sér með byssu en myndirnar fóru fyrir brjóstið á mörgum og þóttu óviðeigandi.

Bassong birti myndirnar af sér með byssuna á Instagram en hann tók þær síðar út. Á myndunum er hann með byssuna út í garði heima hjá sér. Hann sagðist þá vera að æfa sig í að verja dóttur sína.

Talsmaður Norwich hefur staðið í ströngu við að verja athæfi leikmannsins og hefur meðal annars látið hafa eftir sér að Bassong sé ekki með alvöru byssu á myndinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður í ensku deildinni lætur mynda sig með skotvopn. Nile Ranger, leikmaður Newcastle, gerði allt vitlaust er hann birti myndir af sér með byssu fyrir tveim árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×