Enski boltinn

Martinez líklega á leið til Everton

Martinez kveður Wigan.
Martinez kveður Wigan.

Það varð ljóst í dag að stjórinn Roberto Martinez mun yfirgefa lið Wigan. Hann bað sjálfur um að fá að fara.

Martinez gerði liðið að bikarmeisturum í vetur en það gekk verr í úrvalsdeildinni þar sem að liðið féll.

Stjórnarformaður Wigan, Dave Whelan, hefur gefið Everton leyfi til þess að ræða við Martinez en Everton leitar að arftaka David Moyes hjá félaginu.

"Roberto vill fara og við munum leyfa honum að fara. Hann er með tólf mánaða samning þannig að önnur félög geta keypt upp þann samning. Everton hefur þegar hringt og beðið um leyfi til þess að tala við hann," sagði Whelan.

Martinez tók við liði Wigan árið 2009 og hefur náð aðdáunarverðum árangri með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×