Fótbolti

Sænskur sykurpúði gefur tóninn á EM í sumar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eric Saade
Eric Saade Mynd/Facebook

Tólf bestu knattspyrnulandslið Evrópu leiða saman hesta sína í Svíþjóð í sumar í takt við tónlist hins sænska sykurpúða Eric Saade.

Í dag var tilkynnt að lag Saade „Winning Ground“ væri opinbert lag Evrópumótsins. Saade er 22 ára söngvari frá Helsingborg sem hefur einbeitt sér að sólóferli sínum síðan hann yfirgaf strákabandið What's Up árið 2009.

Íslenska landsliðið leikur sinn síðasta leik fyrir lokakeppnina gegn Skotum á laugardaginn á Laugardalsvelli. Evrópumótið hefst þann 10. júlí en degi síðar mæta íslensku stelpurnar þeim norsku í Kalmar í fyrsta leiknum í B-riðli.

Hægt er að hlýða á lagið hér að neðan. Dæmi hver fyrir sig um þennan nýjasta smell Saade.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×