Fótbolti

Falcao semur við Monaco í dag

Radamel Falcao.
Radamel Falcao.

AS Monaco gekk í gær endanlega frá kaupum á Joao Moutinho og James Rodriguez. Í dag mun félagið síðan kynna Kólumbíumanninn Radamel Falcao til leiks.

Falcao er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið en hann kostaði félagið rúmar 50 milljónir punda.

Real Madrid, Barcelona, Chelsea og Man. City höfðu öll áhuga á leikmanninum og það kemur því nokkuð á óvart að hann endi hjá Monaco.

Falcao er þegar búinn að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og því allt klappað og klárt til þess að kynna hann fyrir stuðningsmönnum félagsins.

Í gær var svo einnig greint frá því að félagið hefði tryggt sér þjónustu Ricardo Carvalho en hann kemur frítt frá Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×