Fótbolti

Hasselbaink tekur við Antwerpen

Hasselbaink og Eiður fagna marki.
Hasselbaink og Eiður fagna marki.

Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen voru lengi vel eitt beittasta framherjaparið í enska boltanum og Hasselbaink á marga stuðningsmenn hér á landi.

Þessi brosmildi Hollendingur er nú farinn út í þjálfun en búið er að ráða hann sem þjálfara belgíska liðsins Antwerpen.

Hasselbaink var í þjálfarateymi Nott. Forest á meðan hann menntaði sig í þjálfunarfræðunum en er nú kominn með þau réttindi sem þarf til þess að vera aðalþjálfari.

Antwerpen er í belgísku B-deildinni en stefnan er tekin beint upp undir stjórn Hasselbaink.

Hasselbaink skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×