Fótbolti

Monaco vill líka fá Hulk

Hulk í leik með Zenit.
Hulk í leik með Zenit.

Franska liðið AS Monaco er alls ekki búið að loka veskinu þó svo félagið hafi þegar eytt 120 milljónum punda í leikmenn á einni viku.

Monaco keypti fyrst Porto-strákana Joao Moutinho og James Rodriguez á 70 milljónir punda og svo fylgdi Radamel Falcao, leikmaður Atletico Madrid, í kjölfarið á 50 milljónir punda.

Nú er félagið á eftir Brasilíumanninum Hulk sem leikur með Zenit St. Petersburg.

Hulk líður ekki vel í herbúðum Zenit og bað um að verða seldur í upphafi ársins. Hann ætlar þó að gera allt sem hann getur til þess að losna í sumar.

Hann var keyptur á háa upphæð til Zenit þar sem hann ku vera á svakalegum launum. Það er nóg til hjá Monaco og hann gæti líklega haldið sömu launum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×