Fótbolti

Írarnir fögnuðu jafntefli á Wembley

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shane Long skallar boltann í netið.
Shane Long skallar boltann í netið. Nordicphotos/Getty

Írland náði frænku jafntefli gegn Englandi þegar karlalandslið þjóðanna mættust í æfingaleik á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Ár og dagar eru síðan landslið þjóðanna leiddu hesta sína saman og var góð stemmning meðal 80 þúsund stuðningsmanna beggja liða í kvöld.

Shane Long, framherji West Brom, kom þeim grænklæddu yfir á 13. mínútu með skallamarki af gömlu gerðinni. Long mættir þá á nærsvæðið og skallaði boltann í fallegum boga í fjærhornið.

Forysta Íranna varði aðeins í tíu mínútur því Frank Lampard jafnaði þá metin með marki af stuttu færi. Bæði lið skiptu fjölmörgum varamönnum inn á en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Englendingar fengu fín færi undir lok leiksins en David Forde í marki Íranna fór á kostum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×