Enski boltinn

Owen fékk að kenna á því í morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin sem Owen birti á Twitter síðu sinni í morgun.
Myndin sem Owen birti á Twitter síðu sinni í morgun. Mynd. / twitter-síða Owen.
Framherjinn Michael Owen vaknaði upp við vondan draum í morgun en búið var að þekja bíl hans með hveiti og eggjum.

Leikmaðurinn birti mynd af bílnum á Twitter síðu sinni í morgun og grunar liðsfélaga sína um verknaðinn.

Owen lék sinn síðasta heimaleik fyrir Stoke fyrr í dag en leikmaðurinn mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Þetta er það sem ég mun sakna mest þegar ég legg skóna á hilluna. Ég verð líklega seinn á leikinn,“ sagði Owen á Twitter-síðu sinni í morgun.

„Þetta verður löng vika drengir, hefnd mín er í loftinu. Þeir grunuðu eru Whitehead og Whelan. Huth er möguleiki,“ sagði Owen um þá sem hann grunar um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×