Enski boltinn

Sir Alex lét mynda sig með nánast öllum nema Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fagnaði Englandsmeistaratitlunum á Old Trafford í dag eftir síðasta heimaleik liðsins undir hans stjórn.

Manchester United var búið að vinna enska meistaratitilinn fyrir nokkru en vann 2-1 sigur á Swansea City í lokaleik liðsins undir stjórn Sir Alex á Old Trafford. Þetta var þrettándi titilinn hjá Ferguson.

Það vakti athygli að Wayne Rooney var ekki í hópnum í dag og það var fremur kuldalagt faðmlagið hjá honum og Sir Alex þegar Rooney sótti verðlaunapening sinn eftir leikinn.

Það vekur einnig furðu að Sir Alex Ferguson lét mynda sig með nánast öllum leikmönnum Manchester United eftir leikinn nema Rooney eins og sjá má á myndunum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×