Enski boltinn

Við æfðum ekki vítaspyrnur sérstaklega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard, sem verður fyrirliði Chelsea í úrslitaleiknum gegn Benfica í Evrópudeild UEFA í kvöld, segir að liði hafi ekki æft vítaspyrnur sérstaklega.

Svo gæti vel farið að úrslitin muni ráðast í vítaspyrnukeppni, rétt eins og í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Bayern München í fyrra. Chelsea bar þá dramatískan sigur úr býtum.

Stjóri Chelsea, Rafa Benitez, vann einnig Meistaradeildina árið 2005 með Liverpool eftir sigur á AC Milan í úrslitaleik - eftir vítaspyrnukeppni.

„Við erum ekki búnir að æfa vítin og ég efast um að við gerum það fyrir leikinn,“ sagði Lampard á blaðamannafundi í gær. „Við æfðum þær í fyrra og það gekk vel. En ég hef margsinnis æft vítin með enska landsliðinu án árangurs.“

„Það er því engin fullkomin uppskrift til að undirbúa mann fyrir vítaspyrnukeppni. Þetta er bara undir einstaklingnum komið. Michael Ballack æfði þetta aldrei sérstaklega en hann er einn besti vítaspyrnumaður sem ég hef spilað með.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×