Íslenski boltinn

Ólafur: Verður hugsað sérstaklega vel um völlinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með að fá grannlið HK í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Dregið var í hádeginu í dag og komu Pepsi-deildarliðin inn í mótið nú. Ljóst er að HK, sem leikur í 2. deildinni, á erfitt verkefni fyrir höndum en Ólafur ætlar ekki að vanmeta andstæðinginn.

„Þetta hafa alltaf verið skemmtilegir leikir í gegnum tíðina og það verður örugglega tilfellið nú. Þetta eru leikir sem öðlast eigið líf,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi eftir dráttinn í dag.

„Ég efast ekki um að HK-ingar mæti grimmir til leiks, þó svo að staða liðanna í deildarkeppninni er ólík. En við erum í efstu deild og því sigurstranglegri aðilinn.“

Ólafur var ánægður með að fá leik á Kópavogsvelli. „Menn tala alltaf um að vilja fá fyrst og fremst leik á heimavelli. Við fengum heimaleik, þrátt fyrir að vera útiliðið í þessum leik. Það var gott.“

„Ég efast ekki um að vallarstjórinn eigi eftir að hugsa sérstaklega vel um völlin,“ bætti hann við.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.