Enski boltinn

Van Persie fékk Matt Busby verðlaunin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Robin van Persie var kjörinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum Manchester United á verðlaunakvöldi félagsins í gær. Michael Carrick var kjörinn bestur af liðsfélögum sínum.

Fjölmargir stuðningsmenn United víða um heim tóku þátt í kosningunni og var Van Persie kjörinn með nokkrum yfirburðum. Hann hlaut 45,1 prósent atkvæðanna en næstur kom Carrick með 29 prósent.

Þetta var fyrsta tímabil Van Persie hjá United en hann skoraði alls 25 mörk og er markahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina um helgina.

United varð sem kunnugt er Englandsmeistari í vor en fyrir stuttu síðan var tilkynnt að Sir Alex Ferguson myndi hætta sem knattspyrnustjóri í lok tímabilsins.

Mark Van Persie gegn Aston Villa í síðasta mánuði var kjörið mark tímabilsins.

Leikmenn United kusu svo leikmann ársins og voru allir sammála um að Carrick ætti þann heiður skilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×