Enski boltinn

Remy laus gegn tryggingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Loic Remy, sóknarmaður QPR, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu eftir að hafa greitt tryggingagjald.

Remy var handtekinn vegna gruns um að hann hafi nauðgað 34 ára gamallri konu ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann þarf að mæta aftur fyrir rétt í september næstkomandi.

Remy er sjálfur 26 ára gamall og er franskur. Hann gekk í raðir QPR í janúar síðastliðnum en félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni nú í vor.

QPR greiddi átta milljónir punda, einn og hálfan milljarð króna, fyrir leikmanninn sem var áður hjá Marseille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×