Enski boltinn

Grunaður um nauðgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Loic Remy, framherji enska úrvalsdeildarliðisns QPR, hefur verið handtekinn vegna gruns um nauðgun. BBC greinir frá þessu.

Franski landsliðsmaðurinn er í haldi Scotland Yard sakaður um að hafa nauðgað 34 ára gamalli konu þann 6. maí ásamt tveimur öðrum.

Remy gekk til liðs við QPR frá Marseille í janúar. Talsmaður QPR vildi ekki tjá sig um málið á meðan á rannsókn þess stæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×