Enski boltinn

Carroll valinn í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson tilkynnti í morgun landsliðshóp sinn fyrir tvo vináttulandsleiki nú um mánaðamótin.

England mætir Írlandi á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 29. maí og svo liði Brasilíu á endurbyggðum Maracana-leikvangi í Ríó 2. júní.

Andy Carroll, leikmaður Liverpool, var kallaður aftur í landsliðshópinn en hann kom síðast við sögu með landsliðinu í október. Carroll hefur verið lánsmaður hjá West Ham í vetur.

Wayne Rooney er einnig í hópnum, þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um framtíð hans hjá Manchester United.

Þá fær Alex McCarthy, markvörður Reading, tækifæri með A-landsliðinu í fyrsta sinn.

Líklegt er að Ashley Cole verði fyrirliði í leikjunum tveimur þar sem að Steven Gerrard er meiddur og Cole mun leika sinn 100. landsleik.

Hópurinn:

Markverðir: Ben Foster, Joe Hart, Alex McCarthy.

Varnarmenn: Leighton Baines, Gary Cahill, Ashley Cole, Phil Jagielka, Glen Johnson, Phil Jones, Joleon Lescott, Kyle Walker.

Miðvallarleikmenn: Michael Carrick, Tom Cleverley, Frank Lampard, James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain, Theo Walcott.

Sóknarmenn: Andy Carroll, Jermain Defoe, Wayne Rooney, Daniel Sturridge, Danny Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×