Fótbolti

Alfreð og félagar úr leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Heerenveen þegar liðið tapaði 2-1 gegn Utrecht í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Utrecht vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í vikunni og því samanlagðan 3-1 sigur. Heerenveen er því úr leik í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Heerenveen sem hafnaði í 8. sæti deildarinnar en Utrecht í því fimmta.

Alfreð er því kominn í sumarfrí og getur farið að hvíla lúin bein fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Slóvenum í byrjun júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×