Enski boltinn

Liverpool slátraði Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín Ómars og félagar fagna einu marka Liverpool.
Katrín Ómars og félagar fagna einu marka Liverpool. Nordicphotos/Getty

Katrín Ómarsdóttir og félagar í Liverpool eru komnir í undanúrslit enska bikarsins eftir 4-0 sigur á Chelsea.

Natasha Dowie skoraði tvö mörk og Nicole Rolser eitt í fyrri hálfleik og Liverpool leiddi 3-0 í hálfleik. Miðjumaðurinn Fara Williams innsiglaði stórsigur þeirra rauðklæddu með marki beint úr aukaspyrnu undir lokin.

Liverpool hafnaði í efsta sæti síns riðils og mætir Lincoln í undanúrslitum. Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir voru í byrjunarliði Chelsea.

Ólína Viðarsdóttir í baráttunni gegn Liverpool.Nordicphotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×