Innlent

Ingólfur persónulega ábyrgur - þarf að greiða rúman milljarð

Ingólfur Helgason var forstjóri bankans.
Ingólfur Helgason var forstjóri bankans.
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þarf að greiða rúman milljarð af lánum sem hann fékk til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu slitastjórnar Kaupþings um að hafna niðurfellingu á persónulegri ábyrgð Ingólfs á láni sem honum hafði verið veitt til hlutafjárkaupa. Lánið fékk hann í maí árið 2006.Hæstiréttur Íslands hefur áður dæmt starfsmenn til þess að greiða af lánunum og því dómafordæmi var fylgt eftir í þessum dómi. Þó var hafnað kröfu slitastjórnar um eitt lán vegna vanreifunar og skorti á lögvörðum hagsmunum. Málið var gríðarlega umdeilt þegar fréttir voru sagðar um það árið 2008.Þá var máli slitastjórnar Kaupþings, gegn Steingrími P. Kárasyni, fyrrverandi yfirmanni áhættustýringar, vísað frá dómi í morgun. Málið snerist einnig um lán sem Steingrímur hafði tekið til hlutabréfakaupa. Dómnum þótti óljóst hver ætti þá kröfu, Kaupþing eða Arion banki sem reistur var á rústum Kaupþings.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.