Fótbolti

Neymar fer til Evrópu á næsta ári

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Faðir og umboðsmaður Brasilíumannsins Neymar segir að kappinn muni halda til Evrópu eftir HM í Brasilíu á næsta ári.

Neymar er 21 árs og hefur verið sterklega orðaður við spænsku liðin Barcelona og Real Madrid. Hann leikur nú með Santos í heimalandinu og mun gera það áfram á næsta tímabili.

Faðir Neymar segir að leikmaðurinn verði reiðubúinn að ljúka þessum kafla í sínu lífi eftir HM á næsta ári og að hann muni þá fara til evrópsks félags.

Haft er eftir Andre Cury, umboðsmanni sem starfar fyrir Barcelona í Suður-Ameríku, að Neymar sé efstur á óskalista Barcelona. „Ég mæti á alla leiki Santos og við verðum tilbúnir þegar að Neymar ákveður að fara annað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×