Fótbolti

Bayern neitar samningi við Lewandowski

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bayern München tilkynnti sérstaklega í morgun að félagið væri ekki búið að gera samkomulag við Robert Lewandowski um að kappinn gengi til liðs við félagið í sumar.

Þýskir fjölmiðlar héldu þessu fram í gær og blöðin slógu þessu upp í morgun. Lewandowski er samningsbundinn Dortmund í eitt ár til viðbótar.

„Bayern München hefur ekki gert neinn samning við Robert Lewandowski, þrátt fyrir fréttir um annað,“ sagði í yfirlýsingunni.

Umboðsmaður Lewandowski sagði í gær að leikmaðurinn hefði þegar gert samkomulag við annað félag og myndi fara frá Dortmund í sumar. Því hefur félagið neitað og á ekki von á öðru en að Lewandowski verði áfram.

Forráðamenn Dortmund segja að félagið hafi hafið viðræður á ný við kappann um nýjan samning en Lewandowski skoraði í vikunni öll fjögur mörk Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×