Enski boltinn

Frábær sigur eftir erfiða viku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var vitanlega hæstánægður með 6-0 sigur sinna manna á Newcastle í dag.

Sigurinn var sérstaklega sætur í ljósi þess að sóknarmaðurinn Luis Suarez var í vikunni dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea.

„Knattspyrnustjórar eru mjög stoltir af sínum liðum þegar þau spila svona vel. Við vorum einbeittir og gæðin í okkar leik voru mikil. Maður verður að hrósa leikmönnunum fyrir það,“ sagði Rodgers.

Brasilíumaðurinn Coutinho átti stórleik í dag þó svo að hann hafi ekki skorað. „Hann á bara eftir að verða betri. Hann er mjög hógvær drengur en hefur verið fljótur að læra og aðlagast þessu landi.“

„En þessi síðasta vika hefur verið mikil prófraun fyrir þennan hóp og félagið. Luis hafði rangt við og við tökum þessari refsingu. Það hefur verið erfitt fyrir leikmenn að halda einbeitingu en þetta var frábær sigur eftir erfiða viku.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×