Fótbolti

Steinþór Freyr tryggði Sandnes Ulf sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinþór Freyr.
Steinþór Freyr.
Steinþór Freyr Þorsteinsson tryggði Sandnes Ulf 1-0 útisigur gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni nú síðdegis.

Markið skoraði hann á 23. mínútu leiksins. Heimamenn misstu svo mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleik og Sandnes Ulf hefði getað komist í 2-0 stuttu síðar en Aksel Skjölsvik klikkaði þá á vítaspyrnu.

Steinþór Freyr var svo skipt af velli á 89. mínútu en hans menn kláruðu dæmið og unnu góðan sigur.

Tromsö vann Haugesund, 2-1, en Andrés Már Jóhannesson var ekki í leikmannahópi síðarnefnda liðsins í dag.

Þá gerðu Sarpsborg og Hönefoss 1-1 jafntefli í miklum Íslendingaslag. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru allir í byrjunarliði Sarpsborg en markvörðurinn Haraldur Björnsson er enn frá vegna meiðsla.

Kristján Óli Sigurðsson var í byrjunarliði Hönefoss og spilaði allan leikinn.

Þá vann Viking sigur á Sogndal fyrr í dag, 4-1. Indriði Sigurðsson spilaði allan leikinn í vörn Viking og Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu.

Viking er í þriðja sæti deildarinnar, Haugesund sjöunda, Sandnes Ulf tíunda, Sarpsborg ellefta og Hönefoss þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×