Erlent

Fulltrúum Argentínu ekki boðið í jarðarför Thatchers

MYND/AP
Helmingur þingmanna breska Verkamannaflokksins var fjarverandi þegar Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, var minnst í Westminster í gær.

Þar á meðal var Gordon Brown en eiginkona hans sagði fjölmiðlum að hann hefði verið upptekin. Sérstök nefnd skipuleggur útför Thatchers.

Tilkynnt var í dag að erindrekum yfirvalda í Argentínu verði ekki boðið í jarðarförina. Talið er að börn Thatchers hafi farið fram á að það.

Jafnframt var tilkynnt að Falklandsstríðið verði miðlægur þáttur í útförinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×