Enski boltinn

Glæsimörk helgarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðeins Reading og Liverpool buðu upp á markalaust jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór um helgina.

Harry Redknapp getur farið að búa lærisveina sína hjá Q.P.R. undir lífið í b-deildinni eftir 2-0 tap gegn Everton á Goodison Park. Lundúnarliðið á fimm leiki eftir og þarf að vinna fjóra auk þess að treysta á úrslit úr öðrum leikjum. Í allri hreinskilni er möguleikinn úti og sömu sögu má segja um Reading.

Mörkin úr leik Everton og QPR má sjá hér.

Jose Bosingwa situr svekktur og sár eftir að Darron Gibson kom Everton yfir.Nordicphotos/AFP
Erfitt var að sjá hverjir voru svekktari með úrslitin á Madejski-leikvanginum á laugardaginn. Reading og Liverpool tókst hvorugu að finna leiðina í netið en bæði lið dauðlangaði í stigin þrjú. Reading er í botnsæti deildarinnar með lakari markatölu en Q.P.R.

Þetta var annar markalausi leikur Liverpool í röð en liðinu tókst heldur ekki að skora á Anfield gegn West Ham fyrir viku. Liverpool siglir lygnan sjó í 7. sæti deildarinnar og allt útlit fyrir að sætið verði hlutskipti félagsins í lok leiktíðar.

Það helsta úr viðureign Reading og Liverpool má sjá hér.

Sunderland vann sigur helgarinnar á grönnum sínum í Newcastle. Paolo Di Canio fagnaði mörkum Sunderland sem óður væri enda fyrsti sigur liðsins undir stjórn Di Canio. Sunderland situr í 15. sæti með 34 stig líkt og Stoke og Aston Villa sem hafa lakari markatölu.

Glæsimörk Sunderland af St. James's Park má sjá hér.

Stuðningsmenn Liverpool minntust þeirra 96 sem létust á Hillsborough 1989.Nordicphotos/AFP
Robin van Persie var sá eini sem ógnaði Di Canio hvað fagnaðarlæti varðaði. Michael Carrick kom Manchester United yfir snemma leiks og Van Persie bætti við marki úr vítaspyrnu.

Markið batt enda á tíu leikja þurrkatíð hjá Hollendingnum sem hljóp beint til stjórans Sir Alex Ferguson.

Mörkin og fagnið hjá Van Persie má sjá hér.

Mesta dramatíkin var þó á Emirates þar sem Arsenal sneri töpuðum leik sér í vil. Mikel Arteta jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok og við það snerist leikurinn. Oliver Giroud og Lukas Podolski tryggðu Arsenal sigur á sársvekktum leikmönnum Norwich sem fannst þeir eiga meira skilið út úr leiknum.

Dramatíkina á Emirates má sjá hér.

Aðrir leikir helgarinnar

Southampton 1-1 West Ham

Aston Villa 1-1 Fulham


Tengdar fréttir

David Luiz fyrirgefur Aguero rassatæklinguna

David Luiz hjá Chelsea hefur fyrirgefið Sergio Aguero hjá Manchester City fyrir það hann kallar "fimm sekúndur af reiði" en argentínski framherjinn komst upp með það að traðka á rassi Brasilíumannsins í í undanúrslitaleik enska bikarsins á Wembley í gær.

Barði hest í hausinn

Stuðningsmenn Newcastle voru allt annað en sáttir eftir 3-0 tap sinna manna gegn Sunderland á Englandi í gær. Svo fór að lögregla þurfti að handtaka 29 þeirra að leik loknum.

Hélt að Van Persie myndi drepa mig

Eftir tíu leiki í röð án marks kom loksins að því að Hollendingurinn Robin van Persie skoraði fyrir Man. Utd á nýjan leik.

Manchester United vinsælasta liðið á Íslandi

Manchester United er vinsælasta enska knattspyrnuliðið á meðal Íslendinga samkvæmt könnun Þjóðarpúls Capacent. Úrtakið var 1.422 Íslendingar en svarhlutfallið var 60 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×