Enski boltinn

Agüero bað Luiz afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero, leikmaður Manchester City, hefur beðið David Luiz afsökunar eftir skrautlega tæklingu þess fyrrnefnda í leik liðsins gegn Chelsea í enska bikarnum um helgina.

Agüero staðfesti á Twitter-síðu sinni í dag að hann hefði haft samband við Luiz til að biðja hann afsökunar.

Sá argentínski tók Luiz niður með tveggja fóta tæklingu en var engu að síður ekki refsað af Chris Foy, dómara leiksins.

City vann leikinn, 2-1, og skoraði Agüero annað mark sinna manna.


Tengdar fréttir

David Luiz fyrirgefur Aguero rassatæklinguna

David Luiz hjá Chelsea hefur fyrirgefið Sergio Aguero hjá Manchester City fyrir það hann kallar "fimm sekúndur af reiði" en argentínski framherjinn komst upp með það að traðka á rassi Brasilíumannsins í í undanúrslitaleik enska bikarsins á Wembley í gær.

Aguero ekki refsað fyrir rassatæklinguna

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Argentínumanninum Sergio Aguero fyrir tæklingu sína á David Luiz í undanúrslitaleik enska bikarsins á milli Manchester City og Chelsea. Aguero lét þá takkana vaða í rassinn á David Luiz þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×