Enski boltinn

Glæsimark Luiz og rangstöðumark Van Persie

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Luiz bauð áhorfendum á Craven Cottage gott kvöld með bylmingsskoti af 30 metra færi sem söng í markvinklinum í leik Chelsea gegn Fulham í gærkvöldi.

Chelsea vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur en Fulham hafði þó brennt af dauðafæri áður en Brasilíumaðurinn reiddi til höggs. Glæsimarkið hjá Luiz má sjá hér.

John Terry skoraði tvö skallamörk og sá til þess að Chelsea hefur eins stigs forskot á Arsenal í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar. Hinir bláklæddu eiga einnig leik til góða á liðsmenn Arsene Wenger.

Van Persie fagnar jöfnunarmarki sínu.Nordicphotos/Getty
Manchester United lenti í basli með spræka liðsmenn West Ham á Boylen Ground. Ricardo Vas Te og Momo Diame komu West Ham 1-0 og yfir og aftur í 2-1 í síðari hálfleik.

Hollendingurinn Robin Van Persie tryggði United jafntefli þegar hann fylgdi á eftir skoti Kagawa sem small í báðum stöngunum. Van Persie var klárlega rangstæður þegar Kagawa spyrnti en það fór framhjá aðstoðardómaranum. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

United hefur þrettán stiga forskot á City á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir. City, sem lagði Wigan 1-0, á þó leik til góða og getur minnkað muninn í tíu stig. Carlos Tevez tryggði City sigur með glæsimarki sjö mínútum fyrir leikslok. Markið má sjá hér.


Tengdar fréttir

Chelsea í þriðja sætið

John Terry skoraði tvívegis þegar að Chelsea vann nokkuð þægilegan sigur á Fulham, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ferguson: Carroll átti að fá rautt

Alex Ferguson var ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í kvöld en liðið gerði 2-2 jafntefli við West Ham.

Tevez hetja City

Carlos Tevez skoraði eina mark Manchester City sem vann 1-0 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni. City minnkaði þar með muninn á granna sína í Manchester United í þrettán stig auk þess að eiga leik til góða.

Van Persie bjargaði stigi gegn West Ham

Robin van Persie skoraði umdeilt jöfnunarmark þegar að Manchester United gerði 2-2 jafntefli við West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×