Enski boltinn

Van Persie bjargaði stigi gegn West Ham

Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie skoraði umdeilt jöfnunarmark þegar að Manchester United gerði 2-2 jafntefli við West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Van Persie virtist rangstæður þegar hann skoraði jöfnunarmark United á 77. mínútu eftir að hafa fylgst eftir skoti Shinji Kagawa sem hafnaði í báðum stöngunum.

West Ham komst tvívegis yfir í leiknum. Fyrst skoraði Ricardo Vaz Te með skalla áður en að Antonio Valencia jafnaði með skoti af stuttu færi eftir góðan undirbúning Kagawa.

Mohamed Diami skoraði svo glæsilegt mark fyrir West Ham á  55. mínútu þegar hann átti hnitmiðað skot frá vítateigslínunni í markhornið fjær.

Forysta United er nú komin niður í þrettán stig þar sem að Mancheste City hafði betur gegn Wigan í kvöld, 1-0. City á þar að auki leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×