Fótbolti

FC København tapaði fyrir Silkeborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með FCK.
Rúrik Gíslason í leik með FCK. Mynd. / Getty Images.
FC København tapaði fyrir Silkeborg, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir FCK en Rúrik Gíslason var tekinn af velli í hálfleik. Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi FCK í leiknum.

Eina mark leiksins gerði Marvin Pourie, leikmaður Silkeborg, tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði þeim stigin þrjú.

FCK er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 57 stig, tólf stigum á undan Nordsjælland sem eru í öðru sæti.

Silkeborg er aftur á mótí í neðsta sæti deildarinnar og því eru þessi úrslit virkilega óvænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×