Fótbolti

GoalControl hreppti hnossið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þýska fyrirtækið GoalControl fékk í gær staðfest að marklínutækni þess verði notuð á HM í Brasilíu á næsta ári.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í gær en síðustu vikur og mánuði hefur verið gerð úttekt á þeirri marklínutækni sem hefur verið í þróun.

Búnaðurinn verður notaður fyrst í Álfukeppninni í Brasilíu seinna á þessu ári ef hann stenst öll tilskilin próf.

Alls voru fjögur fyrirtæki með marklínutæknibúnað í þróun. Hin heita Hawk-Eye, GoalRef og CAIROS. Búist er við að tæknin verði tekin upp í fleiri keppnum á næstu árum, til að mynda ensku úrvalsdeildinni.

GoalControl notar fjórtán háhraða myndavélar sem eru staðsettar víða um völlinn. Þær eru notaðar til að staðsetja boltann með nákvæmum hætti og þá hvort hann hafi farið yfir marklínuna.

Hér má sjá upplýsingar um GoalControl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×