Sport

"Þarf ég að muna númer hvað þessi titill er?"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Bobba, önnur frá vinstri.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Bobba, önnur frá vinstri. Mynd/Gunnar Gunnarsson
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara Þróttar frá Neskaupsstað, er búin að týna tölunni hve oft hún hafi unnið titilinn.

„Vá, þarf ég að muna það," sagði Bobba í viðtali við Austurfrétt eftir að Þróttur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð eftir spennuþrunginn leik gegn HK.

„Á tímabili var það þannig að það kom bikar á eftir barni. Ég á þrjú börn þannig að þetta er að minnsta kosti sá þriðji," segir Bobba en ljóst er að titlarnir eru mun fleiri.

Bobba, sem varð 39 ára í mars, sagði sérstaklega gaman að vinna titilinn á heimavelli. Ekki hefur spillt fyrir að hefna fyrir tapið gegn HK í bikarnum á dögunum en um eina tap Þróttar á tímabilinu var að ræða.

„Við vorum fínar í fyrstu tveimur hrinunum en drullum síðan á okkur í næstu tveimur. Við vissum að við hefðum tvo leiki í viðbót en við vildum klára rimmuna hér heima. Við náðum að rífa okkur upp og klára leikinn," segir Bobba.

Viðtalið við Bobbu í heild sinni má sjá á vef Austurfréttar.


Tengdar fréttir

Þróttur Íslandsmeistari í blaki

Þróttur frá Neskaupsstað hefndi fyrir tapið í bikarúrslitunum er liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×