Sport

Þrumuskot Önnu Sonju tryggði fjórða sætið

Íslensku stelpurnar unnu tvo leiki en töpuðu þremur.
Íslensku stelpurnar unnu tvo leiki en töpuðu þremur. Mynd/Margrét Ólafsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann dramatískan 2-1 sigur á Belgum í framlengdum leik í 2. deild á HM kvenna í íshokkí í gær. Með sigrinum tryggði Ísland sér fjórða sætið á mótinu á undan Belgum og Suður-Afríku.

Katrín Ryan kom Íslendingum á bragðið með marki í fyrsta leikhluta en Belgarnir jöfnuðu um miðjan þriðja leikhluta. Það var svo Anna Sonja Ágústsdóttir sem skoraði sigurmarkið eftir 83 sekúndna leik í framlengingu eftir sendingu Hrundar Einarsdóttur Thorlacius.

Um sérstaklega glæsilegt mark var að ræða þar sem skotið var lengst utan af velli. Elva Hjálmarsdóttir var valin maður leiksins en Sarah Smiley, sem var markahæst í íslenska liðinu á mótinu með fimm mörk, var valin besti leikmaður Íslands á mótinu.

Úrslitin á mótinu

Ísland 2-1 Belgía

Ísland 1-4 Spánn

Ísland 1-4 S-Kórea

Ísland 4-5 Króatía

Ísland 5-1 Suður-Afríka

Íslenska liðið hefur haldið dagbók á meðan á mótinu hefur staðið. Þar má einnig finna fjölmargar myndir frá ferðalaginu. Hægt er að lesa dagbókina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×