Enski boltinn

Breytir engu um titilbaráttuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að lið sitt hafi sýnt í kvöld að það eigi ekki skilið að vera fimmtán stigum á eftir grönnum sínum í United.

City minnkaði forystu United á toppnum með 2-1 sigri í leik liðanna á Old Trafford í kvöld en Mancini segir að City hafi átt skilið að vinna.

„Við erum ánægðir. Við spiluðum vel og áttum þetta skilið. Í hinum leiknum gegn United vorum við mun sterkari en töpuðum samt. Ég veit ekki hvernig það var hægt. En svona er fótboltinn," sagði Mancini.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að ná öðru sætinu en ég tel að sigurinn í dag sýnir að við eigum ekki skilið að vera fimmtán stigum á eftir United. Þeir hafa verið stöðugri í vetur enda unnið fleiri leiki. En við höfum tapað stigum í leikjum sem við hefðum sennilega átt að vinna."

„Við sýndum í kvöld að við eigum skilið að vera nær þeim í titilbaráttunni en henni er samt lokið. Það skiptir engu máli hvort við töpum titlinum með því að vera fimmtán, tólf eða átján stigum á eftir þeim."


Tengdar fréttir

Agüero tryggði City sigur í borgarslagnum

Forysta Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkaði í tólf stig eftir að núverandi meistarar, Manchester City, hafði betur í grannaslag liðanna í kvöld, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×