Enski boltinn

Ferguson: Við vorum betri í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson segir enga hættu á því að hans menn munu taka því rólega á lokaspretti tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Forysta United á toppnum er nú tólf stig eftir að liði tapaði fyrir Manchester City í kvöld, 2-1. Sergio Agüero skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Þetta var leikur tveggja bestu liða landsins og hann var eftir því. Mér fannst við betri aðilinn í seinni hálfleik en við vitum hversu góður Sergio Agüero er í að klára færin sín og við gáfum honum mikið pláss."

„Ég var ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Það var margt jákvætt í gangi. Robin van Persie var frábær í dag og Wayne Rooney fékk að spila eftir meiðslin sín."

„Við munum ekki slá slöku við. Við höfum áður sýnt að við eigum það til að gera hlutina erfiða fyrir okkur. Stuðningsmennirnir sitja á sætisbrúnininni ár eftir ár. Þetta er tólf stiga forysta og við eigum leik gegn Stoke um helgina. Við látum slag standa þá."


Tengdar fréttir

Agüero tryggði City sigur í borgarslagnum

Forysta Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkaði í tólf stig eftir að núverandi meistarar, Manchester City, hafði betur í grannaslag liðanna í kvöld, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×