Fótbolti

Ajax á toppinn eftir öruggan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru komnir aftur í toppsætið í hollensku úrvalsdeildinni eftir 4-1 sigur á NEC í dag. Ajax hefur nú þriggja stiga forskot á PSV sem var í efsta sætinu fyrir leikinn á betri markatölu.

Kolbeinn var í byrjunarliði Ajax og lék fyrstu 72 mínútur leiksins en hann var tekinn útaf í stöðunni 2-0 fyrir Ajax.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með NEC og lagði upp mark liðsins fyrir Nick van der Velden á 78. mínútu.

Daninn Viktor Fischer skoraði tvö mörk fyrir Ajax, Ryan Babel kom inn á sem varamaður og skoraði eitt en fjórða markið var síðan sjálfsmark eftir að Kolbeins var varið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×