Fótbolti

Ungverjar koma ekki

Frá vinstri: Heimir Hallgrímsson, Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Guðmundur Hreiðarsson.
Frá vinstri: Heimir Hallgrímsson, Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Guðmundur Hreiðarsson. Mynd/KSÍ
Fyrirhuguðum vináttulandsleik karlalandsliða Íslands og Ungverjalands í knattspyrnu hefur verið frestað til ársins 2014.

Knattspyrnusambönd þjóðanna hafa komist að samkomulagi um að fresta leiknum sem fram átti að fara 3. júní á Laugardalsvelli. Leikurinn mun fara fram árið 2014 og verður nánari tímasetning tilkynnt síðar.

Það verður þó nóg um að vera á Laugardalsvelli í byrjun júní. Íslensku stelpurnar munu undirbúa sig undir úrslitakeppni EM í Svíþjóð með því að leika vináttulandsleik gegn Skotum 1. júní. Þá verður karlalandsliðið á ferðinni í undankeppni HM 6. júní þegar tekið verður á móti Slóvenum.


Tengdar fréttir

Frægðarför til Ungverjalands

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana á föstudaginn. Íslendingar hafa ekki oft sótt gull í greipar þjóða í Austur-Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×