Fótbolti

Neville Neville handtekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Neville ræðir við dómara í leik með Everton.
Phil Neville ræðir við dómara í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
Neville Neville, faðir þeirra Gary og Phil Neville, var handtekinn í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á kynferðisbroti sem átti sér stað um síðustu helgi.

Eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum er Neville eldri grunaður um að hafa áreitt konu í Bury aðfaranótt laugardags.

Neville-bræðurnir gerðu garðinn frægan með Manchester United en Phil hefur spilað hjá Everton síðan 2005. Gary lék allan sinn feril hjá United en lagði skóna á hilluna árið 2011.

Neville Neville er 63 ára gamall og starfaði áður hjá knattspyrnufélagi Bury.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×