Fótbolti

Arnar og félagar í bikarúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór, lengst til hægri, í fyrri leiknum gegn Kortrijk í undanúrslitum bikarsins.
Arnar Þór, lengst til hægri, í fyrri leiknum gegn Kortrijk í undanúrslitum bikarsins. Nordic Photos / Getty Images
Cercle Brugge, sem endaði í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar með 4-3 samanlögðum sigri á Kortrijk í undanúrslitum.

Síðari leikur liðanna fór fram í kvöld og lauk með 2-2 jafntefli. Cercle fer því áfram á 2-1 sigri á útivelli í fyrri leiknum.

Liðið mætir Genk í úrslitaleiknum sem fer fram Heysel-leikvanginum í Brussel þann 9. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×